Spónlagðar baðinnréttingar

Hjá Trésmiðju GKS er fjölbreytt úrval viðartegunda þar sem hver og einn getur fengið sínar óskir uppfylltar. Sölustjóri og ráðgjafar aðstoða þig við að finna það útlit sem þú ert að leitast eftir og hægt er að sjá mismunandi útfærslur af úrvali Trésmiðju GKS í glæsilegum sýningarsal að Funahöfða 19, Reykjavík. Vinsælar viðartegundir eru t.d. evrópsk eik, askur og hnota.

 


Lakkaðar innréttingar

Margir velja sér sprautulakkaðar innréttingar; ýmist silkimatta áferð eða háglans lökkun. Einnig er  vinsælt að blanda saman lökkuðum innréttingum með spónlögðum innréttingum.

Höldulausar baðinnréttingar

Á seinustu árum hefur það færst í aukana að fólk kjósi að hafa innréttingarnar sínar án halda. Hjá Trésmiðju GKS bjóðum við upp á fjölbreyttar lausnir þegar kemur að höldulausum innréttingum og ætti það að reynast auðvelt fyrir hvern sem er að finna það útlit sem hentar.

Fylgihlutir

Akrílsteinplata á baðið er mjög góður kostur.  Trésmiðja GKS ehf er með umboð fyrir akrílsteinefni frá Swanstone og Meganite. Hægt er að velja úr fjölda lita, ýmsum gerðum baðvaska og klæðninga í sturtuklefa.  Efnið er unnið samskeytalaust þannig að það er einstaklega gott í viðhaldi og þrifum.