Hvort sem þú ert að skipta um borðplötu á innréttingu í eldra eldhúsi eða velja borðplötur í nýja eldhúsið og baðið áttu að geta fundið það sem þú leitar að hjá ráðgjöfum Trésmiðju GKS ehf. Við höfum breytt úrval efnisgerða, svo sem harðplastlagðar borðplötur, Fenix, harðvið (límtré), akríl steinefni frá Swanstone og Meganite, granít og margt fleira.

Harðplast á borðplötur

Harðplastlagðar borðplötur er ódýr og góður kostur í eldhúsið og baðið.  Gríðarlegt litaúrval er af harðplasti hjá Trésmiðju GKS. 

Akrílsteinn frá Swanstone og Meganite

Akrílsteinefni frá Swanstone og Meganite hefur marga gríðarlega góða kosti.  Efnið er með 100% lokað yfirborð og því sitja engin óhreinindi eftir í yfirborðinu þegar borðplatan er þrifin.  Öll samskeyti eru unnin þannig að þau sjást nánast ekki.  Eldhús og baðvaska er hægt að fá í úrvali úr sama efni og eru vaskar þannig límdir að engin sýnileg samskeyti eða brúnir eru á milli borðplötu og vaska.  Efnin eru einnig mikið notuð fyrir rannsóknarstofur og þar sem hreinlæti er í fyrirrúmi.

Límtré

Marga dreymir um gegnheilar borðplötur í eldhúsið.  Viðarborðplötur eru hlýlegar og góðar í viðhaldi.   Hjá Trésmiðju GKS getur þú fengið sérsmíðaðar borðplötur úr harðvið í mörgum viðartegundum.

Granít/Kvarts

Trésmiðja GKS hefur samstarf við steinsmiðjur ef valinn er náttúrusteinn eða kvartsefni í borðplötur.