Cubit er þýsk verðlaunahönnun á einstöku skápa-  og hillukerfi.    Stærðir eininga miða við geymslu CD, DVD, bóka og tímarita.  Allar einingar koma samsettar ásamt veggfestingum.

Hafðu þetta eftir þínu eigin höfði

Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi.  Hillurnar geta staðið stakar eða saman t.d. í skenk eða undir sjónvarpið.  Bókahillur, hillur í barnaherbergið eða bara hvar sem er.  Margir litir og einnig spónlagðar hillur í hnotu.