Eldhúsið er einn mikilvægasti staður heimilisins enda sá staður sem fjölskyldur eyða hvað mestum tíma saman á. Við leggjum mikið upp úr því að gera eldhúsið þitt að þeim stað sem fjölskyldunni þinni líður sem best á en um leið þarf nýtt eldhús að mæta kröfum um hönnun og notagildi. Starfsmenn Trésmiðju GKS búa að áralangri reynslu þegar kemur að framleiðslu eldhúsinnréttinga hvort sem á við um framleiðslu eigin hönnunar eða framleiðslu á hönnun arkitekta.Spónlagðar innréttingar


Hjá Trésmiðju GKS getur þú fundið fjölbreytt úrval viðartegunda.   Allur viður er sérvalinn og þess vandlega gætt í framleiðsluferli að samstæður spónn sé valinn í þína innréttingu.  Söluráðgjafar eru til aðstoðar við að finna rétta viðinn á þitt heimili hvort sem um evrópska eik, hnotu eða sérpantaðan rósavið eða einhverja aðra viðartegund er að ræða.  Í sýningarsal okkar að Funahöfða 19 má skoða margar gerðir viðartegunda.  Nýjasta nýtt í spónlagningu er forlitaður viður sem kemur í veg fyrir mislitun með hefðbundnum aðferðum.   Komdu til okkar að Funahöfða og skoðaðu nýju "silfur" og "lava" eikina. 

Höldulaust útlit


Stílhreint og einfalt útlit höldulausra innréttinga hefur verið mjög vinsælt síðastliðin ár.  Hjá Trésmiðju GKS bjóðum við upp á fjölbreyttar lausnir þegar kemur að höldulausum innréttingum og ætti að vera auðvelt fyrir hvern sem er að finna þá útfærslu sem hentar.  Sölustjóri og ráðgjafi aðstoða þig við að finna það útlit sem þú ert að leitast eftir og hægt er að sjá mismunandi útfærslur af úrvali Trésmiðju GKS í sýningarsal að Funahöfða 19, Reykjavík.

Sérsmíði eftir arkitekta


Margir leita sér þjónustu arkitekta þegar kemur að hönnun á nýjum eða endurbættum innréttingum.  Við erum þaulvanir að vinna með arkitektum og sérsmíðum eftir þeirra hugmyndum og teikningum.

Sprautulakkaðar innréttingar


Sprautulakkaðar innréttingar eru mjög vinsælar og er hægt að velja silkimatta- áferð eða háglans lökkun. Einnig er  vinsælt að blanda saman lökkuðum innréttingum og spónlögðum innréttingum.

Staðlaðir innréttingafrontar

Þó við hjá GKS séum mikið í sérsmíði þá bjóðum við einnig staðlaðar stærðir innréttinga sem oftast er ódýrari kostur fyrir okkar viðskiptavini.

Meðal annars bjóðum við einstaka gerð höldulausra innréttingafronta með fræstu gripi í mismunandi efnisgerðum.   Þessir frontar eru framleiddir úr melaminehúðuðum plötum með viðaráferð.    Þessir nýju frontar hafa marga kosti; eru t.d. afar slitsterkir, með viðaráferð (3D) og þar að auki einstaklega stílhreinir.

Nobilia eldhús

Þýsk hágæðaframleiðsla.   Frá Nobilia getum við valið úr fjölda mismunandi efnisgerða.  Í boði eru lakkaðir frontar, bæði háglans og supermat, melamine frontar og viðartrúktúr frontar.    Velja má milli höldulausra lausna eða úr fjölda mismunandi höldugerða.  Hér er sannarlega hægt að hanna draumaeldhús fyrir mjög hagstætt verð.  Bjóðum einnig með innréttingum eldhústækin Progress sem framleidd er af Electrolux, háfar frá airforce og Elica , vaskar frá Shock og Rodi svo eithvað sé nefnt.  Einnig mikið úrval af led lýsingu fyrir innréttingar.