Hefðbundnar hurðir

Hvar værum við án fataskápa ?  Hver vill ekki hafa allt í röð og reglu hjá sér?

Fataskápinn þarf að skipuleggja vel og höfum við allar gerðir skápa í boði.  Við sérsníðum skápana að hverju rými og með mismunandi hurðagerðum.

Jafnframt eru í boði ýmsir aukahlutir fyrir fataskápa s.s. fellislár, skóhillur og buxna- og bindisslár.

Fellihurðir


 Skemmtileg lausn á fataskápum er að vera með fellihurðir sem ganga saman á braut.

Rennihurðir


Rennihurðir á fataskápa er vinsæl lausn sem getur virkað víða.  Augljósir kostir eru t.d  að hægt er að opna stærra hólf í einu og ekki þarf mikið pláss fyrir framan skáp til að opna hurðirnar.   Rennihurðir geta ýmist komið framan á skápana sjálfa eða náð alla leið frá gólfi og að lofti.

Fylgihlutir

Við bjóðum upp á ýmsa aukahluti fyrir fataskápa. Þar má meðal annars nefna:

  • Fataslár
  • Skúffur
  • Bindisslár
  • Buxnaslár
  • Skóhillur