Vandaðar og fallegar innihurðir frá Trésmiðju GKS prýða mörg heimili,fyrirtæki, hótel og stofnanir á Íslandi.  Við getum boðið allar gerðir innihurða, með eða án gerefta, eldvarnarhurðir, hljóðvistarhurðir og staðlaðar innihurðir.  Leitið til sérfræðinga í söludeild um ráðgjöf og tilboð.   Við höfum einnig samstarf og samvinnu við erlendar hurðaverksmiðjur fyrir stærri verkefni og sérhæfðar innihurðir t.d. fyrir hótel og hljóðvistarhurðir.

Spónlagðar innihurðir

Mikilvægt er að vanda spónval innihurða með tilliti til annarra innréttinga.  Ávallt er þess gætt þegar GKS innréttingar og innihurðir eru framleiddar samhliða að nota efni úr sama tré til framleiðslunnar til að tryggja sem besta útkomu.  Spónstefna getur ýmis verið lárétt eða lóðrétt, með gereftum eða án gerefta.

Rennihurðir

Hjá ráðgjöfum Trésmiðju GKS ehf getur þú fengið upplýsingar um mismunandi gerðir rennihurðabúnaðar.  Hægt er að fella brautir inn í veggi eða hafa utanáliggjandi.

Eldvarnarhurðir


Trésmiðja GKS ehf hefur leyfi Mannvirkjastofnunar til framleiðslu eldvarnarhurða bæði Ei30min og Ei60min.

Gereftalausar innihurðir

Vinsælt er að ganga frá innihurðum þannig að þær falli sem best að aðliggjandi veggjum og er þá frágangur án gerefta ýmist með fúgu sem fyllt er akríl kítti eða lista í sama við og innihurð.