Þarft þú að innrétta nýja eign? 

Hafðu samband við okkur, við höfum áralanga reynslu í innréttingum fyrir nýbyggingar jafnt sem eldri hús. 

 Hvað þarftu að hafa í huga?

  • Taktu málin
     Því betri upplýsingar sem við höfum, því betur getum við aðstoðað þig. 
  • Rissaðu hugmyndir
         Teikningarnar þurfa ekki að vera listaverk. 

Fyrir frekari upplýsingar geturðu haft samband við eftirtalda, eða þá fyllt út "hafa samband" formið neðst á síðunni. 

Teikni/hönnunarráðgjöf

Við höfum á snærum okkar tækniteiknara, auk þess að hafa áratuga reynslu í teiknun/hönnun á húsgögnum. Ekki hika við að kíkja í heimsókn með teikninguna þína, sama hversu hrá hún getur verið, því við getum beint þér á réttu brautina.

Uppsetning

Þegar húsgögnin þín eru tilbúin bjóðum við upp á uppsetningarþjónustu. Trésmiðir okkar mæta þá heim til þín með húsgögnin þín og setja þau upp samkvæmt kúnstarinnar reglum.